Fimmtudaginn 19. okt. kl 15:30 verður spennandi viðburður í salnum í Rauðagerði í boði Bandaríska sendiráðsins. Byron Nicholai er tvítugur listamaður frá Alaska sem blandar saman hipp-hoppi og hefðbundinni Yup’ik tónlist. Hann er stjarna myndarinnar “I Am Yup’ik” og hefur verið öflugur talsmaður  þeirra erfiðleika og áskorana sem samfélag hans og önnur Norðurslóðasamfélög glíma við. Byron er einnig þekktur tónlistarmaður og dansari sem hefur komið fram í Hvíta húsinu, mörgum stórum tónlistarhátíðum, verið aðal umfjöllunarefni hjá NPR og fleiri fjölmiðlum. Hann á yfir 30.000 fylgjendur á samfélagsmiðlum. Byron Nicholai mun spila og syngja (og dansa?) í 20-30 mínútur og síðan svara spurningum og spjalla við nemendur.

Aðgangur ókeypis og allir velkomnir á meðan húsrúm leyfir.

Missið ekki af áhugaverðum og skemmtilegum viðburði!