Viðfangsefni: Hagnýt hljómborðsfræði, sem nýtist við tónlistarkennslu, tónsmíðar og útsetningar.

Lýsing: Nemendur þjálfast í að leika eftir bókstafahljómum á sannfærandi hátt, útsetja undirleik á píanó og leika einföld jazzlög. Farið er yfir dúr og moll þríhljóma í öllum hljómhvörfum, öllum tóntegundum. Laglínur hljómsettar með hljómum í hægri hönd. Einföld lög endurhljómsett og mismunandi möguleikar á endurhljómsetningum kannaðir. Spilað með upptökum af popplögum. Einfaldar tækni– og styrktaræfingar kynntar ásamt nokkrum tónstigum.<br />

Forkröfur: Jazzhljómfræði 2.2.

Þekkingarviðmið:

Nemandi skal hafa öðlast þekkingu og skilning á:

  • Algengustu hljómagerðum í rytmískri tónlist.
  • Geti leikið allar algengustu gerðir hljóma í öllum hljómhvörfum.


Leikniviðmið:

Nemandi skal hafa öðlast leikni í að:

  • Leika hljómaundirleik við popplög og einfaldari jazzlög.   


Hæfniviðmið:

Nemandi skal geta hagnýtt þá almennu þekkingu og leikni sem hann hefur aflað sér til að:

  • Leika á hljómborðshljóðfæri hljómaundirleik við lög og einfaldari jazzlög sem myndi nýtast við tónlistarkennslu, útsetningar og tónsmíðar.


Námsmat: Iðni í tímum og heimaæfingum, verkefnaskil, verkleg miðannar– og jólapróf.

Til baka í áfangayfirlit.