Viðfangsefni: Stjórnun kóra og barnakóra.

Lýsing: Sérstök athygli á stjórnun barnakóra með eða án píanós. Námsefni kynnt og æft. Nemandi býr til námsefni fyrir barnakór og æfir með barnakór. Grundvallaratriði í stjórnun blandaðar fjórradda kóra, lestur á raddskrá, ein rödd sungin og önnur leikin samtímis á píanó.

Forkröfur: Stjórnun 1.2.

Þekkingarviðmið:

Nemandi hafi öðlast allgóða þekkingu á:

  • Notkun á tónkvísl og undirleikshljóðfæra við kórstjórn.


Leikniviðmið:

Nemandinn skal hafa öðlast leikni í að:

  • Gefa inn fjögurra radda kór og stjórna undirbúnu verki á æfingu, með eða án píanós.
  • Stjórna eigin námsefni aðlöguðu að barnakór.


Hæfniviðmið:

Nemandi skal geta hagnýtt þá almennu þekkingu og leikni sem hann hefur aflað sér til að:

  • Stjórna æfingum í áhugamannakór/barnakór.


Námsmat: Námsmat byggir á mætingu og vinnu með kór/barnakór.

Til baka í áfangayfirlit.