Skóli tónlistarlífsins
Menntaskóli í tónlist býður upp á fjölbreytt hágæða nám með aðaláherslu á tónlist.
Hlutverk skólans er að undirbúa tónlistarnemendur fyrir háskólanám og atvinnumennsku í tónlist, ásamt því að veita nemendum staðgóða menntun sem nýtist þeim vel – sama hvað þeir taka sér fyrir hendur.
Hver leiðir námið?
- Nemendur MÍT útskrifast með öflugan tónlistargrunn, færni og þekkingu sem getur opnað dyr að margvíslegu tónlistarnámi; við Listaháskóla Íslands, í tónlistarháskólum erlendis eða jafnvel beint inn í fjölbreyttar atvinnugreinar tónlistarlífsins.
- MÍT sækist eftir samvinnu og tengslum við aðila tónlistarlífsins og tekur þannig virkan þátt í þróun atvinnulífs tónlistar.
- Í náminu er lögð rík áhersla á skapandi hugsun, sjálfstæði, öguð vinnubrögð og samvinnu sem nýtist nemendum á hvaða sviði sem er.
- Stúdentspróf skólans er frábær grunnur fyrir fjölbreytt háskólanám á sviði lista, félags-, mennta- og hugvísinda.