Hæfniþrep: 3

Einingafjöldi: 5

Viðfangsefni: Í hóptímum lagasmíða verður áhersla lögð á að þroska og efla nemendur í lagasmíðanálgun sinni en einnig að útvíkka þekkingu þeirra á popptónlist samtímans. Spiluð verður tónlist og fjallað um mismunandi nálganir á aðferðum popp og raftónlistar.

Lýsing: Skoðaðar verða útsetningar og pródúksjón popplaga og munurinn á einföldum og flóknum lagasmíðum. Nemendur taka virkan þátt í að velja tónlist fyrir tímana, tónlist sem hefur snert nemendur á einhvern hátt. Virk hlustun og samtal er mikilvægt. Hvaða tilfinningar vakna við mismunandi tónlist. Skoðum listamenn sem nota frumlegar leiðir til að skapa sinn hljóðheim og höfum reglulega sýnitíma þar sem við hlustum á tónlist hvors annars og gefum jákvæða og peppandi gagnrýni. Að lokum má nefna að samvinna verður mikilvæg og munu nemendur fá tækifæri til að semja og pródúsera með samnemendum.

Forkröfur:

Þekkingarviðmið:

Leikniviðmið:

Hæfniviðmið:

Nemandi hafi grunnþekkingu á hljómum (einu hljómahljóðfæri) og laglínum, eða geti unnið sjálfstætt gegnum upptökuforrit (t.d. Live, FL, Logic).  Í lok námskeiðs eiga nemendur að:

  • Hafa tileinkað sér mismunandi aðferðir við lagasmíðar
  • Hafa hugrekki til að taka áhættu í lagasmíðum og ögra sjálfum sér 
  • Nota jákvæða gagnrýni í eigin lagasmíðum


Námsmat:

Til baka í áfangayfirlit.