Hæfniþrep: 2

Einingafjöldi: 5

Viðfangsefni: Laga og textasmíðar

Lýsing: Í áfanganum halda nemendur áfram að þróa með sér fjölbreyttar aðferðir við laga- og textasmíðar. Nemendur læra að greina form ýmissa tónlistarstíla og tileinka sér þau. Skoðuð verða sérstaklega stílbrigði og nálgun ýmissa lagahöfunda og hljómsveita. Nemendur flytja eigin lög og texta í tímunum.

Forkröfur: Lagasmíðar 1.1.

Þekkingarviðmið:

Nemandi skal hafa öðlast þekkingu og skilning á:

  • form- og hljómgreiningu ólíkra stíla.
  • samlíkingum og myndlíkingum við textagerð.
  • fjölbreyttum aðferðum við laga og textasmíðar.


Leikniviðmið:

Nemandi skal hafa öðlast leikni í að:

  • tileinka sér flæði texta og að nýta nýjar aðferðir við textagerð.
  • semja lag og texta eftir fyrirfram ákveðnu formi.


Hæfniviðmið:

Nemandi skal geta hagnýtt þá almennu þekkingu og leikni sem hann hefur aflað sér til að:

  • semja lög í ólíkum stíltegundum.
  • semja texta við eigin lög og annarra.
  • semja lög við eigin texta og annarra.


Námsmat: Einkunn er byggð á ástundun og verkefnaskilum.

Til baka í áfangayfirlit.