Hæfniþrep: 3

Einingafjöldi: 5

Viðfangsefni: Raddsetningaaðferðir, blásarasveit í popptónlist, hljóðfærafræði, strengjakvartett í popptónlist, mannsröddin og bakraddir, tónsmíðaaðferðir, endurhljómsetning og tónlistarstílar

Lýsing: Áfanginn byggir á grunni djassútsetninga 1.1. en víkkar út í fjölbreyttari stílform og hljómsveitasamsetningar. Aðferðir við að fækka röddum í 3 og bæta við röddum í 5 skoðaðar. Farið verður í það hvernig bæta megi blásurum og strengjakvartett við popptónlistarformið. Skoðum endurhljómsetningaraðferðir og grunnatriði í tónsmíðum. Það er ekkert lokapróf í áfanganum heldur eru smærri heimaverkefni jafnt og þétt yfir önnina. Lokaverkefni er fullbúin útsetning á eigin tónsmíð eða annarra, í samráði við kennarann, tilbúin til spilunar. Nemendur ættu að búa yfir góðri þekkingu á nótnaskriftarforriti (Dorico, Sibelius, Finale).

Forkröfur: Jazz útsetningar 1.1.

Þekkingarviðmið:

Nemandi skal hafa öðlast þekkingu og skilning á:

  • Helstu raddsetningaraðferðum fyrir 3 og 5 raddir
  • Hvernig bæta megi blæstri eða strengjum við tónsmíð sem bakgrunnsefni
  • Mannsröddinni og gerð bakradda
  • Grunnatriðum við tónsmíðar
  • Grunnatriðum endurhljómsetningar
  • Helstu stílum útsetninga
  • Eiginleikum og takmörkunum þeirra hljóðfæra sem fjallað hefur verið um í djassútsetningum 1.1 og 1.2.


Leikniviðmið:

Nemandinn skal hafa öðlast leikni í að:

  • Nálgast útsetningarferlið á skilvirkan, kerfisbundin og listrænan hátt
  • Útsetja fyrir nánast hvaða minni hóp sem er
  • Skila af sér skýrum og fullbúnum pörtum og raddskrá tilbúnum til spilunar


Hæfniviðmið:

Nemandi skal geta hagnýtt þá almennu þekkingu og leikni sem hann hefur aflað sér til að:

  • Útsetja eigin tónsmíðar og tónsmíðar annarra
  • Útsetja fyrir nemendur í kennslu eða önnur tilefni í kennslustofnunum
  • Geta útskýrt og leitt æfingar á eigin útsetningum og annarra


Námsmat: Ástundun, þátttaka í tímum, heimaverkefni og lokaútsetning reiknast til lokaeinkunnar.

Til baka í áfangayfirlit.