Hæfniþrep: 3
Einingafjöldi: 5
Viðfangsefni: Hljóðfærafræði, ritháttur hljóðfæra í hrynsveitinni, lagblaðið, formgreining, hlutar útsetningar, laglínutúlkun, nótnaskriftarforrit, frágangur parta og raddskrár
Lýsing: Í rytmískum útsetningum 1.1 eru skrif og útsetningar fyrir hrynsveit skoðaðar frá ýmsum sjónarhornum. Í áfanganum verður kennt hvernig skrifa á fyrir trommur, gítar, píanó og bassa í hinum ýmsu stílum og hvernig við sameinum þessi hljóðfæri í áhrifaríka útsetningu. Nemendur munu læra á nótnaskriftarforritið Dorico í áfanganum og fá drjúgan tíma til að kynna sér og læra grunntök þess. Nemendur læra að nýta önnur tæki og tól sem útsetjarar nota eins og laglínutúlkun, innganga og enda, styrkleika- og áherslumerki og hljóma. Við lok áfangans eiga nemendur að geta gert sannfærandi útsetningu með góðum heildarsvip fyrir hrynsveit, sem verður jafnframt lokaverkefni áfangans.
Forkröfur: Tónfræði miðpróf
Þekkingarviðmið:
Leikniviðmið:
Hæfniviðmið:
Námsmat: Ástundun, þátttaka í tímum, heimaverkefni og lokaútsetning reiknast til lokaeinkunnar.
Til baka í áfangayfirlit.
Einingafjöldi: 5
Viðfangsefni: Hljóðfærafræði, ritháttur hljóðfæra í hrynsveitinni, lagblaðið, formgreining, hlutar útsetningar, laglínutúlkun, nótnaskriftarforrit, frágangur parta og raddskrár
Lýsing: Í rytmískum útsetningum 1.1 eru skrif og útsetningar fyrir hrynsveit skoðaðar frá ýmsum sjónarhornum. Í áfanganum verður kennt hvernig skrifa á fyrir trommur, gítar, píanó og bassa í hinum ýmsu stílum og hvernig við sameinum þessi hljóðfæri í áhrifaríka útsetningu. Nemendur munu læra á nótnaskriftarforritið Dorico í áfanganum og fá drjúgan tíma til að kynna sér og læra grunntök þess. Nemendur læra að nýta önnur tæki og tól sem útsetjarar nota eins og laglínutúlkun, innganga og enda, styrkleika- og áherslumerki og hljóma. Við lok áfangans eiga nemendur að geta gert sannfærandi útsetningu með góðum heildarsvip fyrir hrynsveit, sem verður jafnframt lokaverkefni áfangans.
Forkröfur: Tónfræði miðpróf
Þekkingarviðmið:
Nemandi skal hafa öðlast þekkingu og skilning á:
- gítar, píanói, bassa og trommum og hvernig skrifa megi fyrir þessi hljóðfæri
- mismunandi hlutum útsetningar og uppbyggingu þeirra
- notagildi laglínutúlkunur með ýmsum aðferðum
- merkjum og táknum,grunntökum í nótnaskrift í tölvu
Leikniviðmið:
Nemandi skal hafa öðlast leikni í að: skrifa fyrir gítar, píanó, bassa og trommur á skýran hátt
- sameina gítar, píanó, bassa og trommur í áhrifaríkri útsetningu
- búa til eigin inngang og endi á útsetningu
- skila af sér skýrum og fullbúnum pörtum og raddskrá tilbúnum til spilunar
Hæfniviðmið:
Nemandi skal geta hagnýtt þá almennu þekkingu og leikni sem hann hefur aflað sér til að:
- geta skrifað fyrir hljóðfæri hrynsveitarinnar á skýran hátt
- gera útsetningu fyrir hrynsveit í hinum ýmsu stílum, með upphafi, risi og endi:
- formgreina lagblað
Námsmat: Ástundun, þátttaka í tímum, heimaverkefni og lokaútsetning reiknast til lokaeinkunnar.
Til baka í áfangayfirlit.