Hæfniþrep: 2

Einingafjöldi: 3

Viðfangsefni: Hljóma- og tónstigakunnátta á hljómborð fyrir þá sem læra á önnur hljóðfæri en hljómborðshljóðfæri.

Lýsing: Í áfanganum eru kenndir einfaldir hljómar og hljómasambönd sem nýtast vel þeim sem vilja auka skilning sinn á tón- og hljómfræði. Einnig eru kenndir tónstigar. Áfanginn er hugsaður til að auka hagnýta hljómborðsþekkingu þeirra sem leika á önnur hljóðfæri.

Forkröfur: Miðpróf í tónfræði. (Athugið að Hljómborðsfræði 1.1 og 1.2 getur verið staðgengill áfangans Snarstefjun 1.1 og 1.2 fyrir trommu- og söngnemendur).

Þekkingarviðmið:

Nemandi skal hafa öðlast þekkingu og skilning á:

  • Helstu hljómgerðum í öllum hljómhvörfum.
  • Einföldum algengum hljómferlum. Áhersla lögð á II-V-I.
  • Helstu tónstigum í algengustu tóntegundum. 


Leikniviðmið:

Nemandinn skal hafa öðlast leikni í að:

  • Leika alla algengustu hljóma í öllum hljómhvörfum.
  • Leika hljómferli eins og II-V-I.
  • Leika algengustu tónstiga í nokkrum tóntegundum.
  • Æfa og flytja lög.
  • Leika einföld óundirbúin hljómferli af blaði.


Hæfniviðmið:

Nemandi skal geta hagnýtt þá almennu þekkingu og leikni sem hann hefur aflað sér til að:

  • Leika algengustu hljóma og tónstiga á hljómborðshljóðfæri.
  • Leika algeng hljómferli sem hjálpa til við að auðvelda lestur á hljómablöðum.
  • Lesa hljómferli beint af blaði.
  • Leika ýmis lög sem farið er yfir í tímum.


Námsmat: Það fara fram tvö jafngild próf á önninni. Prófað er úr kunnáttu nemenda í að leika hljóma, hljómferli, tónstiga og eitt undirbúið lag. Auk þess er óundirbúinn hljómalestur í hverju prófi.

Til baka í áfangayfirlit.