Hæfniþrep: 1

Einingafjöldi: 3

Viðfangsefni:

Lýsing: Grundvallaratriði í hljóðupptökum með Pro Tools forritinu, hljóðbúnaði s.s. hljóðnemum og formögnurum. Grunnfærni í stafrænni hljóðvinnslu, þ.m.t. klippingu. Þekking og skilningur á hljóðkerfum og virkni þeirra.

Forkröfur: Engar.

Þekkingarviðmið:

Nemandi hafi öðlast allgóða þekkingu á:

  • Hljóðupptökum og helsta búnaði tengdum hljóðvinnslu s.s. ólíkum gerðum míkrófóna, formagnara og jaðartækja.

Einingum og eiginleikum hljóðkerfa.



Leikniviðmið:

Nemandi sé fær um að:

  • Gera einfaldar hljóðupptökur og sjá um eftirvinnslu þeirra, klippa og ganga frá.

Hafi þekkingu til að tengja og stýra hljóðkerfi.



Hæfniviðmið:

Nemandi sé hæfur til að:

Gera einfaldar upptökur og stýra hljóðkerfi á tónleikum.



Námsmat: Einkunn byggð á verkefnum og ástundun.

Til baka í áfangayfirlit.