Bókasafn MÍT, Skipholti 33, 2. hæð
Opnunartímar:
Mánudagar – miðvikudagar: kl. 13:00-17:00
Fimmtudagar: kl. 8:45-14:00
Föstudagar: kl. 10:15-13:00
Bókavörður: Sólrún Hedda Benedikz solrun.hedda@menton.is
símanúmer: 589-1205
Á bókasafni MÍT, á 2. hæð í Skipholti 33, er safn skólans af nótum, bókum og hljóðritum. Þar má finna nótur fyrir hljóðfæraleikara á flestum færnistigum, kammer- og hljómsveitarverk, bækur um tónlistarsögu og -fræði, geisladiska og vínyl svo sitthvað sé nefnt. Einnig er þar námsbókasafn, það er bækur sem notaðar eru í bóklegum áföngum við skólann og nemendur geta fengið að láni til að nota innanhúss. Á safninu er lesaðstaða, hljómflutningstæki, setustofa og píanó, auk þess sem kaffiaðstaða nemenda er á hæðinni. Bókavörður aðstoðar við upplýsingaleit og heimildavinnu eftir þörfum.