Að undirbúa nemendur markvisst undir háskólanám og tónlistarstörf.
Að veita nemendum staðgóða tónlistarmenntun sem nýtist þeim vel sama hvað þeir taka sér fyrir hendur.
Að leggja sérstaka rækt við samleik og samvinnu nemenda með því að standa að öflugu hljómsveitarstarfi og fjölbreyttum samspilsverkefnum í minni og stærri hópum.
Að skapa frjótt skólaumhverfi þar sem nemendur fá nauðsynlegan undirbúning til að stunda háskólanám í tónlist og starfa sem tónlistarmenn.
Að ráða færustu sérfræðinga sem völ er á til kennslu.
Að hvetja nemendur til þess að iðka og hlusta á fjölbreytta tónlist, fara á tónleika, lesa sér til, hrífast og öðlast bættan skilning á listinni sem þeir iðka.
Að stuðla að jafnrétti til tónlistarnáms og auknum tækifærum fyrir efnilega tónlistarnemendur til að sækja besta tónlistarnám sem völ er á óháð efnahag og búsetu.
Að auka námsframboð til þess að mæta þeim kröfum sem gerðar eru til tónlistarmanna í samtímanum.
Að gefa nemendum tækifæri á aukinni sérhæfingu í ólíkum stíltegundum tónlistar.
Að bjóða upp á hagnýt námskeið um störf tónlistarmanna.