Hljómsveitir og samspil

Lögð er sérstök áhersla á samleik og samvinnu nemenda og á að þeir fái þjálfun í hljómsveitarleik, kammermúsík og fjölbreyttu samspili. Innan skólans starfar að öllu jöfnu strengjasveit, blásarasveit, stórsveit og sinfóníuhljómsveit. Innan rytmískrar deildar eru þar að auki starfandi fjölbreyttir samspilshópar þar sem lögð er áhersla á ólíkar stíltegundir. Innan klassískrar deildar eru starfandi fjölbreyttir kammerhópar. Nemendur eru hvattir til þess að taka virkan þátt í kammermúsík/samspili og hljómsveitarstarfi skólans og er það hluti af kjarna námsbrautanna.

Uppfærslur

Söngnemendur skólans fá tækifæri til þess að taka þátt í fjölbreyttum uppfærslum á námstímanum, en taka einnig þátt í söngvinnubúðum, samsöng og ýmiskonar samspili og kammertónlist.