Viktor Ingi Guðmundsson er íslenskt tónskáld og sagnasmiður. Hann er í fullu starfi hjá íslenska tölvuleikjafyrirtækinu Myrkur Games sem hljóðrænn stjórnandi og tónskáld. Hann kennir einnig kvikmyndatónlist í MÍT og MIDI orchestration í LHÍ.

Viktor útskrifaðist með Bachelorgráðu í tónsmíðum frá Listaháskóla íslands 2017 og með Mastersgráðu í kvikmynda-, tölvuleikja- og sjónvarpsefnistónsmíðum frá Berklee, College of Music í Valencia, Spáni 2018.

Hann hefur samið tónlist við fjölda sjálfstæðra leikverka, tölvuleikja og stuttmynda, þar á meðal verðlaunastuttmyndina "The Roots of You (2022)" þar sem hann hlaut verðlaun fyrir bestu tónlist í alþjóðlegu stuttmyndasamkeppninni Red Movie Award sem og tilnefningar fyrir bestu tónlist á Oniros Film Awards í New York og Swedish International Film Festival.

Auk tónlistar semur Viktor og skrifar grafískar nóvellur ásamt myndlistarkonunni Brimrúnu Birtu Friðþjófsdóttur. Nýlegast gáfu þau út myndasöguna "Gullni Hringurinn" hjá Forlaginu.

Netfang: viktoringig@gmail.com
Símanúmer: 615 3910

Til baka í kennarayfirlit