Vignir Þór Stefánsson byrjaði átta ára gamall að læra á píanó í Tónlistarskóla Árnessýslu og var farinn að leika á dansleikjum átján ára gamall.

Hann stundaði djasspíanónám í tónlistarskóla FÍH og lauk einnig tónmenntakennaraprófi frá Tónlistarskólanum í Reykjavík. Árið 1995 fluttist Vignir til Haag í Hollandi til að leggja stund á djasspíanó í Konunglega Tónlistarháskólanum í Haag. Þaðan lauk hann mastersprófi vorið 2001. Samhliða náminu lék Vignir með djasshljómsveitum af öllum stærðum og gerðum og á hljómborð í söngleikjum í atvinnuleikhúsum.

Eftir að hafa flutt aftur heim til Íslands hefur Vignir komið víða við í íslensku tónlistarlífi, á tónleikum, sjónvarpsþáttum, hljómdiskum og í leikhúsum.

Hann sinnir kennslu í Menntaskóla í tónlist (MÍT) og tónlistarskóla FÍH og kennir þar djasspíanó.

Netfang: vigstef@gmail.com
Símanúmer: 861 1700

Til baka í kennarayfirlit