Þórunn Gréta lauk 7. stigi í píanóleik og burtfararprófi í tónsmíðum frá Tónlistarskólanum í Reykjavík árið 2008, B.A. gráðu í tónsmíðum frá Listaháskóla Íslands 2011 og M.Mus. gráðu frá Hochschule für Musik und Theater í Hamborg 2014. Samhliða náminu hér heima sinnti hún píanókennslu við Tónmenntaskóla Reykjavíkur og Nýja tónlistarskólann auk þess að hafa starfað við þýðingar um árabil. 


Hún hefur að mestu starfað sjálfstætt við tónlist frá námslokum og hlaut m.a. Íslensku tónlistarverðlaunin árið 2021 þegar hennar fyrsta ópera, Kok, var valin tónlistarviðburður ársins í flokki Sígildrar og samtímatónlistar. 

Hún var formaður Tónskáldafélags Íslands og stjórnarmeðlimur í STEF á árunum 2015-2023.

 

Netfang: thorunngreta@gmail.com
Símanúmer: 864 1781

Til baka í kennarayfirlit