Sólrún stundaði sellónám hjá Gunnari Kvaran við Tónlistarskólann í Reykjavík árin 1995-1999. Þaðan hélt hún til framhaldsnáms í sellóleik við tónlistarháskólann í Maastricht í Hollandi. Hún lauk BA í tónvísindum frá háskólanum í Utrecht árið 2004, og ári síðar MA í menningarstjórnun og -stefnumótun frá Goldsmiths College í London.
Sólrún hefur starfað með hljómsveitinni amiinu frá aldamótum, unnið með fjölbreyttum hópi tónlistarmanna og samið tónlist fyrir dansverk og leikhús, hérlendis og erlendis. Hún hefur áratuga reynslu af verkefnastjórnun og skipulagningu viðburða og tónleikaferðalaga, af alþjóðlegum samskiptum, útgáfu- og kynningarmálum og hefur starfað sem sérfræðingur á sviði menningarstjórnunar og stefnumótunar, bæði fyrir Reykjavíkurborg, Mennta- og menningarmálaráðuneyti, Háskólann á Bifröst og aðra.
Símanúmer: 5891203
Til baka í kennarayfirlit