Burtfararpróf í jazztrompet frá Tónlistarskóla FÍH 1998, rytmískt kennarapróf frá sama skóla 1999 og BA í jazztrompetleik frá Conservatorium Van Amsterdam 2002. Samspilskennsla og trompetkennsla á framhaldsstigi við Tónlistarskóla FÍH frá 2010. Stjórnandi Stórsveitar skólans frá 2014. Kennari við Skólahljómsveit Kópavogs frá 2003. Prófdómari hjá Prófanefnd tónlistarskóla frá 2010.
Trompetleikari og sólisti í Stórsveit Reykjavíkur undir stjórn margra þekktra gestastjórnenda frá 1996. Hefur einnig samið og útsett fyrir hljómsveitina. Einnig trompetleikari í Stórsveit Samúels Jóns Samúelssonar frá 2005. Auk þess að vera virkur í djasslífinu hefur Snorri verið eftirsóttur spilari í poppgeiranum um árabil og hefur leikið með mörgum þekktustu listamönnum þjóðarinnar. Meðlimur í hljómsveitunum Jólakettir (1999), Páll Óskar og Casino (1998-1999), Sælgætisgerðin (1995-97). Jónas Sigurðsson og Ritvélar framtíðarinnar (2010-).
Snorri hefur gert eina sólóplötu “Vellir” (2014). Hann hefur leikið inn á ótal hljómplötur fyrir ólíka listamenn en þar má nefna: Sigurrós: Ágætis byrjun (1999), Takk (2005), Inní mér syngur vitleysingur (2008), Ragnheiður Gröndal: Vetrarljóð (2004), Jónas Sigurðsson: Allt er eitthvað (2010).
Símanúmer: 898 3782
Til baka í kennarayfirlit