Örn Árnason lauk námi frá Leiklistarskóla Íslands árið 1982. Hann er fastráðinn leikari við Þjóðleikhúsið en var um árabil sjálfstætt starfandi sem leikari, framleiðandi, leikstjóri og höfundur. Í vetur leikur hann í Þjóðleikhúsinu í Sem á himni. Hann lék hér nýlega í Rómeó og Júlíu, Kardemommubænum, Nashyrningunum og einleik sínum Sjitt, ég er sextugur. Örn hefur talsett fjölda teiknimynda og unnið við sjónvarpsþáttagerð. Má þar nefna þættina um Afa, Imbakassann og Spaugstofuna. Hann var meðal höfunda og leikara í verkinu Harry og Heimir, sem byrjaði sem útvarpsþættir, varð leiksýning og loks kvikmynd.
Netfang: ornarnason@gmail.comSímanúmer: 895 9377
Til baka í kennarayfirlit