María Magnúsdóttir lauk gráðunni Master of Popular Music með láði árið 2016. Þar lagði hún sérstaka stund á nám í tónsmíðum fyrir miðla, upptökutækni og hljóðvinnslu. Hún stundaði Bachelor nám í jazzsöng við Royal Conservatoire of The Hague í Hollandi sem hún lauk vorið 2015 með láði og hlaut útskriftarverðlaunin Fock Medaille. Í Hollandi lagði hún einnig stund á tónsmíðar og sönglagasmíðar sem aukafag við tónlistarháskólann Codarts í Rotterdam. María lauk áður burtfararprófi og kennaraprófi frá Tónlistarskóla FÍH vorið 2008.

María er starfandi tónlistarmaður og hefur komið víða við í tónlist. Hún hefur starfað sem söngkona og flutt eigið efni og annarra síðan 2006. Utan þess að koma reglulega fram sem jazzsöngkona semur hún, hljóðhannar og útsetur orchestral-pop tónlist undir listamannsheitinu MIMRA. María var kjörinn bæjarlistamaður Garðabæjar árið 2018. María hefur samið og útsett tónlist fyrir stuttmyndir og kóra og starfar nú sem kennari við Menntaskóla í Tónlist og Tónlistarskóla FÍH þar sem hún kennir söng og lagasmíðar.

Netfang: mariamagnus@gmail.com
Símanúmer: 823 4769

Til baka í kennarayfirlit