Magnea Árnadóttir nam  flautuleik í Tónlistarskólanum í Reykjavík fram til ársins 1989. Hún hélt  þá til framhaldnáms í Bandaríkjunum, fyrst við Boston Conservatory of Music. Þaðan útskrifaðist Magnea semidúx er hún lauk BM gráðu í flautuleik og árið 1997 lauk hún Meistaraprófi með láði frá Boston University.

Magnea fluttist þá heim og hefur verið mjög virk í íslensku tónlistarlífi æ síðan. Hún hefur látið vel til sín taka í uppfræðslu verðandi flautuleikara og leikið með ýmsum tónlistarhópum og hljómsveitum. Má þar helst nefna Sinfóníuhljómsveit Íslands og Íslenska flautukórinn sem er hópur atvinnuflautuleikara sem leikur samtímatónlist hér heima og erlendis, í stórum sem smærri hópum.

Magnea hefur snúið sér í auknum mæli að leik á barokkflautu og hefur leikið með hópum á borð við Bachsveitina í Skálholti, Reykjavík Barokk, Barokkbandið Brák, Alþjóðlegu barokksveitina í Hallgrímskirkju og nú nýlega Orfeus Barokkensemble í Konserthuset í Stokkhólmi.

Netfang: magnea@tono.is
Símanúmer: 552 4062 / 864 4062

Til baka í kennarayfirlit