Kristjana Stefánsdóttir hefur verið leiðandi tónlistarkona í íslenskri jazztónlist um árabil. Fyrsta plata Kristjönu kom út 1996 og eru plötur hennar orðnar vel á annan tug en hún hefur verið listamaður hjá Dimmu útgáfu síðan 2006. Hún hefur starfað sem tónskáld, tónlistarstjóri, raddþjálfari og leikkona undanfarin áratug í Borgarleikhúsinu.
Hún hlaut Grímuverðlaunin fyrir tónlist sína í söngleiknum Bláa hnettinum 2017, fyrir Hamlet litla sem barnasýningu ársins 2014 og Jésús litla sem sýning ársins og handrit ársins 2009.
Kristjana er með 8. stig frá Söngskólanum í Reykjavík, kennarapróf frá Konunglega listaháskólanum í Den Haag í Hollandi og hefur numið CVT söngfræði hjá Cathrine Sadoline í Kaupmannahöfn auk þess að hafa setið marga masterclassa meðal annars hjá söngvurunum Mark Murphy, Deborah Brown og Elly Ameling.
Kristjana kenndi jazzsöng í tónlistarskóla FÍH-MÍT árin 2002 til 2009 en síðustu árin hefur hún bara kennt Söngvinnubúðir-masterclass vikulega ásamt Kjartani Valdemarssyni.
Kristjana er einnig aðjúnkt og söngkennari við sviðslistadeild Listaháskóla Íslands.
Símanúmer: 864 6947
Til baka í kennarayfirlit