Kristinn Örn lauk námi við Tónlistarskólann á Akureyri og stundaði síðan nám við Tónlistarskólann í Reykjavík, Southern Illinois University og St. Louis Conservatory of Music í Bandaríkjunum. Meðal helstu kennara hans má nefna Philip Jenkins, Margréti Eiríksdóttur, Ruth Slenczynska og Joseph Kalichstein.
Að loknu námi kenndi Kristinn Örn við Tónlistarskólann á Akureyri um átta ára skeið, en tók við skólastjórn Tónlistarskóla Íslenska Suzukisambandsins í Reykjavík árið 1990. Árið 1998 stofnaði hann ásamt fleirum Allegro Suzukitónlistarskólann og hefur starfað þar síðan ásamt því að vera meðleikari við Söngskólann í Reykjavík og síðustu ár stundakennari við Listaháskóla Íslands og nú síðast einnig kennari við MÍT.
Kristinn Örn hefur hlotið starfslaun listamanna, gefið út hljómdiskinn Píanólögin okkar og bókina Suzuki tónlistaruppeldi. Hann hefur komið víða fram á tónleikum með ýmsum hljóðfæraleikurum og söngvurum, leikið inn á hljómdiska og tekið upp fyrir útvarp. Hann hefur réttindi til að þjálfa Suzuki píanókennara og hefur farið víða til kennslu og prófdæminga.
Símanúmer: 699 2774
Til baka í kennarayfirlit