Kolbeinn Bjarnason (1958) starfaði sem flautuleikari og -kennari um áratuga skeið en lagði flautuna á hilluna fyrir nokkrum árum. Hann hafði þá haldið tónleika víða um lönd og hljómplötufyrirtæki á borð við Naxos og Bridge höfðu gefið út leik hans. Meðal hljómdiska Kolbeins er heildarsafn flaututónlistar Brians Ferneyhough og flaututónlist Toshio Hosokawa.
Kolbeinn hefur unnið með fjölmörgum íslenskum og erlendum tónskáldum og frumflutt verk þeirra, haldið tónleika víða um lönd, haldið námskeið, flutt fyrirlestra við tónlistarháskóla og setið í dómnefnum í flautukeppnum. Hann er annar stofnenda Caput-tónlistarhópsins.
Á síðustu árum hefur Kolbeinn samið nokkur tónverk. Meðal þeirra sem hafa frumflutt verk hans eru Hamrahlíðarkórinn, tónlistarhóparnir Caput, Elektra, Kammersveit Reykjavíkur, Dúó Harpwerk, Kúbus og New Juilliard Ensemble, semballeikarinn Guðrún Óskarsdóttir, píanóleikarinn Junko Yamamato og söngkonurnar Hildigunnur Einarsdóttir og Ingibjörg Guðjónsdóttir.
Kolbeinn lauk stúdentsprófi frá Menntaskólanum við Tjörnina árið 1977. Hann stundaði nám í bókmenntum og heimspeki við Háskóla Íslands ásamt því að sinna tónlistarnámi og útskrifaðist sem flautuleikari frá Tónlistarskólanum í Reykjavík árið 1979. Framhaldsnám stundaði hann einkum hjá Manuelu Wiesler en einnig í Sviss, Bandaríkjunum og Hollandi. Kolbeinn lauk M.A. prófi í tónsmíðum frá Listaháskóla Íslands árið 2013.
Símanúmer: 897 8577
Til baka í kennarayfirlit