Gunnhildur Einarsdóttir lauk doktorsprófi í tónlistarrannsóknum og tónlistarflutningi frá Síbelíusar Akademíunni árið 2013. Meistara- og bakkalárprófi lauk hún frá Tónlistarháskólanum í Amsterdam og lagði einnig stund á nám í barrokkhörpuleik við Tónlistarháskólann í Haag.

Árið 2004 stofnaði Gunnhildur ásamt Matthíasi Engler slagverksleikara Kammerhópinn Adapter. Auk þess að vera hörpuleikari hópsins hefur hún ásamt Matthíasi verið listrænn stjórnandi og framkvæmdastjóri hans. Adapter hefur verið aðal starfsvettvangur hennar allar götur síðan. Með hópnum Gunnhildur frumflutt hundruði verka, skipulagt fjölda tónleika og hátíða, haldið námskeið og fyrirlestra.

Gunnhildur hefur haldið námskeið og fyrirlestra um nútíma hörpuleik og nótnaskrift við virta háskóla í Evrópu og Bandaríkjunum, svo sem Stanford háskóla, Harvard háskóla og Háskólann í Leeds. Frá árinu 2014 hefur hún verið kennari við Alþjóðlegu sumarakademíuna í Darmstadt.

Allt frá árinu 2005 hefur Gunnhildur komið víða fram sem einleikari. Hún hefun haldið fjölda einleikstónleika, t.d. á tónleikaröð Les Signes de l'arc í París og í Nordic Heritage Museum í Seattle. Sem einleikari með sinfóníuhljómsveit, hefur hún meðal annars komið fram með Sinfóníuhljómsveit Íslands og Pernu City Orchestra, og sem einleikari með kammerhópunum Ensemble Modern og Ensemble Rescherche. Einnig hefur Gunnhildur komið fram sem spunatónlistarkona, bæði sem einleikari og með spunahópum, svo sem Marc Sinan Company í Berlín.

Gunnhildur hefur leikið með kammerhópum á borð við Klangforum Wien, Ensemble Recherche, Ensemble Modern, Ensemble Mosaik, Caput og Kammersveit Reykjavíkur. Að auki hefur hún leikið með Sinfóníuhljómsveit Íslands, Konzerthausorchester í Berlin, Bayerisches Staatsorchester í München og Lautencompagnie í Berlin.

Gunnhildur hefur komið fram á hátt í 20 hljóðritunum á undanförnum 20 árum sem einleikari, með Adapter og með öðrum hljómsveitum s.s. Brandt Brauer Frick Ensemble. Útgefendur hafa verið Wergo, Kairos, Col Legno, Carrier Records og fleiri.

Netfang: gunnhildure@gmail.com
Símanúmer: 844 9722

Til baka í kennarayfirlit