David er fæddur og uppalinn í Bandaríkjunum og byrjaði að læra á básúnu þegar hann var í 8. bekk. Þegar hann var í 10. bekk bað skólahljómsveitarstjórinn hann um að skipta yfir í bassbásúnu. David lét til leiðast og hefur aldrei séð eftir því. Hann stundaði framhaldsnám í Jacksonville State University, Jacksonville, Alabama undir leiðsögn Dr. James Roberts. Eftir það fór David í University of Cincinnati College-Conservatory of Music þaðan sem hann útskrifaðist með meistarapróf í básúnuleik. Kennari hans þar var Tony Chipurn, þáverandi 1. básúnuleikari í The Cincinnati Symphony Orchestra.
David starfaði með The Glenn Miller Orchestra og svo stuttlega með La Orquesta Sinfónica de Tenerife. Hann hóf störf hjá Sinfóníuhljósmeit Íslands í janúar árið 1995 sem bassabásúnuleikari og varð meðlimur í Stórsveit Reykjavík skömmu síðar.
Símanúmer: 895 6082
Til baka í kennarayfirlit