Bryndís hóf fiðlunám hjá Katrínu Árnadóttur í Barnamúsíkskóla Reykjavíkur, en lauk einleikaraprófi frá Tónlistarskólanum í Reykjavík vorið 1984, þar sem kennarar hennar voru Björn Ólafsson, Guðný Guðmundsdóttir og Mark Reedman. Hún hélt þá til frekara náms í New York, þar sem hún stundaði nám hjá Dorothy Delay, Hyo Kang og Zinaidu Gilels og lauk hún Masters-prófi frá Juilliard-skólanum vorið 1988. Árið eftir sótti hún einkatíma hjá Prof. Herman Krebbers í Amsterdam.
Frá 1989 hefur hún verið fastráðinn fiðluleikari í Sinfóníuhljómsveit Íslands. Hún hefur spilað í fjölmörgum uppfærslum í Þjóðleikhúsinu og í hljómsveit Íslensku óperunnar.
Bryndís hefur verið mjög virk í flutningi kammertónlistar og tekið þátt í að frumflytja íslenska tónlist.
Bryndís hefur kennt við Tónlistarskólann í Reykjavík frá haustinu 1989.
Símanúmer: 553 1351 / 696 1357
Til baka í kennarayfirlit