Birna Hallgrímsdóttir lauk Bakkalárgráðu frá Listaháskóla Íslands árið 2006 og Meistaraprófi frá Royal College of Music í London árið 2009. Auk þess stundaði hún nám við Tónlistarháskóla í Kuopio í Finnlandi og Stavanger í Noregi. Helstu kennarar Birnu voru Peter Mate, Kirsti Huttunen, Hakon Austbo, Ian Jones, Gordon Fergus-Thompson og Lilly Reiburn.

Birna er virk í íslensku tónlistarlífi og hefur komið fram á fjölda tónleika undanfarin ár. Hún hefur leikið einleikstónleika víðsvegar um landið og komið fram sem einleikari með Sinfóníuhljómsveit unga fólksins og Sinfóníuhljómsveit Íslands. Þá hefur Birna unnið töluvert með söngvurum og gaf út geisladiskinn Krot árið 2016 ásamt Rannveigu Káradóttur sópran. Birna er verðlaunahafi í Epta píanókeppninni á Íslandi og var valinn Bæjarlistamaður Seltjarnarness árið 2011. Á námsárunum hlaut hún Menningarstyrk Vísa, Styrk frá minningarsjóði Karls Sighvatssonar og hefur tvívegis hlotið styrk um minningu Birgi Einarson apótekara. Birna starfar sem píanókennari við Menntaskóla í Tónlist og Tónlistarskóla Kópavogs.

Netfang: birnahallgrims@gmail.com
Símanúmer: 696 9212

Til baka í kennarayfirlit