Ásta hóf að læra á víólu þriggja ára gömul hjá Söruh Buckley við Suzuki-tónlistarskólann í Reykjavík. Árið 2015 lauk hún framhaldsprófi frá Tónlistarskólanum í Reykjavík undir handleiðslu Þórunnar Óskar Marinósdóttur og hélt síðan til Kaupmannahafnar þar sem hún lauk bakkalárprófi í víóluleik frá Konunglega danska tónlistarháskólanum þar sem kennari hennar var Tim Frederiksen.
Ásta hefur komið fram sem einleikari með Sinfóníuhljómsveit Íslands og kammersveitinni Elju, ásamt því að hafa leikið með Fílharmóníusveit Kaupmannahafnar. Árið 2020 var platan hennar Sykurbað valin plata ársins á Íslensku tónlistarverðlaununum, en Ásta var einnig tilnefnd sem söngkona ársins og fyrir lag ársins.
Árið 2019 lauk hún námi við skapandi listabraut Lýðháskólans á Flateyri, er með jóga nidra-kennararéttindi frá Matsyendra Saraswati og hefur lokið 250 tíma jógakennaranámi í Yogavin. Ásta kennir jóga nidra við MÍT og stundar einnig nám í málaraiðn við Tækniskólann.
Símanúmer: 856 5496
Til baka í kennarayfirlit