FRUMSÝNING Á NÝRRI ÓPERU

Föstudaginn 6. apríl frumsýnir Menntaskóli í tónlist nýja óperu eftir Þórunni Guðmundsdóttur. Verkið heitir „Fjóla, stjúpa, puntstrá og prins”. Það gerist í tónlistarskóla sem er í miklum kröggum, skólastjórinn er þunglyndur og hefur misst trúna á tónlistina. Til þess að bæta ástandið ákveða nemendur að setja upp ævintýraóperu um ráðvilltan prins sem fær það verkefni að velja sér konu á miklum dansleik. Þangað mæta áfjáðar stúlkur og grimmar stjúpur auk veiðimanns og úr verður mikil flækja. Inn í þetta allt saman fléttast svo ástamál nemendanna í skólanum.

Tuttugu söngvarar koma fram í sýningunni auk níu manna hljómsveitar undir stjórn Hrafnkels Orra Egilssonar. Leikstjóri er Þórunn Guðmundsdóttir. Þetta er sjöunda óperan sem Þórunn semur og hafa þær allar verið frumfluttar af Tónlistarskólanum í Reykjavík.

Sýningar verða 6., 7. og 8. apríl Sýnt er í Iðnó og hefjast sýningar kl. 20.00 öll kvöldin.

Nemendur og kennarar MÍT fá einn boðsmiða en almennt miðaverð er 2.500kr og hægt er að kaupa miða á tix.is

 

FRUMSÝNING Á NÝRRI ÓPERU2018-04-13T11:31:24+00:00

Næstu viðburðir:

Engir viðburðir til að birta

Go to Top