About tonoadmin2016

This author has not yet filled in any details.
So far tonoadmin2016 has created 67 blog entries.

HEYRI ÉG HLJÓM – TÓNLEIKAR 1.MARS

Nemendur MÍT klæða íslensk þjóðlög í nýjan búning á þjóðlagahátíð skólans, . Á tónleikunum munu gamlar þjóðlagaperlur hljóma í flutningi fjórtán söngvara og fimm manna hljómsveitar.

Tónleikarnir eru þó ekki einungis til að gleðja eyru því þeim er líka ætlað að koma áhorfendum í tengsl við liðna tíma og menningu.

Tónleikarnir fara fram sunnudaginn 1. mars kl 17:00 í hátíðarsal FÍH að Rauðagerði 27. Tónlistarstjórn er í höndum Ragnheiðar Gröndal og Ásgeirs Ásgeirssonar. Aðgangseyrir er 1000 krónur, miðasala við hurð.
Allir velkomnir á meðan húsrúm leyfir.

HEYRI ÉG HLJÓM – TÓNLEIKAR 1.MARS2020-02-18T11:11:16+00:00

SÖNGKEPPNI MÍT

Söngkeppni MÍT verður 18. febrúar í hátíðarsal FÍH í Rauðagerði 27.
Dómnefnd veitir viðurkenningu fyrir Rödd MÍT 2020, og sigurvegari fer fyrir hönd MÍT til Akureyrar að keppa í Söngkeppni framhaldskólanna!

SÖNGKEPPNI MÍT2020-02-18T11:05:55+00:00

MASTERCLASS – Elfa Rún Kristinsdóttir fiðluleikari, 30.janúar kl 19:00

Fimmtudaginn 30. Janúar 2020 kl. 19:00 í sal Menntaskólans í tónlist, Skipholti 33

Elfa Rún hlaut fyrstu verðlaun í Johann Sebastian Bach tónlistarkeppninni í Leipzig árið 2006. Hún hefur tvisvar hlotið Íslensku tónlistarverðlaunin, hún var kosin “bjartasta vonin” árið 2006 og einleiksdiskur hennar með Fantasíum Telemanns var valinn diskur ársins 2014.

Elfa Rún var meðlimur og konsertmeistari Solistenensemble Kaleidoskop í Berlín á árunum 2006-2014 og hún leikur reglulega með Akademie für Alte Musik Berlin þar sem hún kemur einnig oft fram sem einleikari eða konsertmeistari. Elfa Rún er listrænn stjórnandi og einn stofnmeðlima Barokkbandsins Brákar sem hélt sína fyrstu tónleika á Íslandi 2015, og hefur hlotið mikið lof gagnrýnanda síðan.

 

Efnisskrá:

Helga Diljá Jörundsdóttir – J. S. Bach, Partíta no. 2 í d-moll, Allemanda

Sara Blichfeldt – J. S. Bach, Partíta no. 2 í d-moll, Courante

Hafrún Birna Björnsdóttir – J. S. Bach, Sónata no. 2 í a-moll, Allegro

Bjargey Birgisdóttir –N. Paganini, Caprice no.  16

MASTERCLASS – Elfa Rún Kristinsdóttir fiðluleikari, 30.janúar kl 19:002020-01-28T15:18:22+00:00

MASTERCLASS – Marina Pliassova píanóleikari

Píanóleikarinn Marina Pliassova heldur masterclass miðvikudaginn 22.janúar í sal MÍT í Skipholti 33 kl 17-19. Tónleikar nemenda MÍT og LHÍ sem taka þátt í masterclassinum verða kl 19:30-21:00, einnig í sal MÍT í Skipholti.

 

MASTERCLASS – Marina Pliassova píanóleikari2020-01-13T11:01:17+00:00

STÓRSVEIT MÍT Í HÖRPU, 15.DESEMBER

Stórsveit Menntaskóla í tónlist heldur tónleika í Hörpuhorni tónlistarhússins Hörpu sunnudaginn 15. desember klukkan 17:30
Leikin verða sígild stórsveitarverk eftir Count Basie, Thad Jones og Bob Mintzer. Aðgangur er ókeypis og allir velkomnir

STÓRSVEIT MÍT Í HÖRPU, 15.DESEMBER2019-12-12T10:13:59+00:00

TÓNLEIKAR SAMSPILSHÓPA RYTMÍSKRAR DEILDAR

Tónleikar samspilshópa rytmískrar deildar MÍT fyrir jól:

25.11 Ásgeir kl 20:30 í Vestursal
4.12 Ólafur og Þorgrímur í Hátíðarsal kl 19
9. 12 Andrés og Hilmar kl 18 í Austursal
9. 12 Sigmar í Kornhlöðunni, Bankastræti 5 kl 20
9. 12 Villi og villikettirnir í Hátíðarsal kl 20
11. 12 Óskar í Austursal kl 18:30
14. 12 Einar Scheving. Staður óákveðinn
15. 12 Snorri/Stórsveit Hörpuhornið kl 17:30

TÓNLEIKAR SAMSPILSHÓPA RYTMÍSKRAR DEILDAR2019-12-02T15:52:33+00:00

KAMMERTÓNLEIKAR KLASSÍSKRAR DEILDAR, 30.NÓVEMBER

Aðrir kammertónleikar skólaársins verða haldnir í Kirkju óháða safnaðarins næsta laugardag klukkan 14:00. Efnisskráin er spennandi og skemmtileg, en þar verða meðal annars leikin verk eftir Schumann, Beethoven Nino Rota og Mendelsohn. Aðgangur er ókeypis og allir velkomnir

KAMMERTÓNLEIKAR KLASSÍSKRAR DEILDAR, 30.NÓVEMBER2019-11-29T14:11:53+00:00

KAMMERTÓNLEIKAR KLASSÍSKRAR DEILDAR 9.NÓVEMBER

Fyrri kammertónleikar klassískrar deildar verða haldnir laugardaginn 9.nóvember kl. 14 í Safnahúsinu. Fjölbreytt efnisskrá!

Seinni kammertónleikar annarinnar verða þann 30.nóvember

KAMMERTÓNLEIKAR KLASSÍSKRAR DEILDAR 9.NÓVEMBER2019-11-07T14:49:45+00:00

MASTERCLASS – ARI ÞÓR VILHJÁLMSSON, FIÐLULEIKARI

Ari Þór Vilhjálmsson fiðluleikari, leiðari 2. fiðlu í Fílharmóníuhljómsveit Helsinki heldur masterklass í sal MÍT Skipholti 33, 3.hæð miðvikudaginn 23. október kl. 16:00 – 19:00!

Fiðlunemendur MÍT koma fram.

Aðgangur ókeypis og öllum heimill!

MASTERCLASS – ARI ÞÓR VILHJÁLMSSON, FIÐLULEIKARI2019-10-21T10:15:43+00:00

Næstu viðburðir:

Engir viðburðir til að birta

Go to Top