About tonoadmin2016

This author has not yet filled in any details.
So far tonoadmin2016 has created 67 blog entries.

Framúrskarandi árangur í píanóleik!

 

Ásta Dóra Finnsdóttir (14 ára) er píanónemandi í MÍT sem stundar nám hjá Peter Máté, en einnig hjá Marinu Pliassova í Barratt Due í Osló.

Þrátt fyrir takmarkanir á ferðalögum hefur Ásta Dóra verið dugleg síðast liðið ár við að taka þátt í píanókeppnum víða um heim í gegnum netið með eftirtektarverðum árangri. Hún hefur tekið þátt í og unnið til verðlauna í neðangreindum keppnum. Við óskum Ástu Dóru til hamingju með framúrskarandi árangur og samgleðjumst innilega!

 

 

FRAKKLAND (2020):

La Note Céleste International Piano Competition

Flokkur C, Young talents: Fyrstu verðlaun

RÚSSLAND (2020):

International Moscow Music Competition

Flokkur A Píanó: Fyrstu verðlaun

SVISS (2020):

International “W.A.Mozart” Piano Competition Lugano

Junior Category: Þriðju verðlaun

PÓLLAND (2020):

V Krystian Tkaczewski International Piano Competition Busko-Zdrój

Piano Talents, allt að 13 ára: Þriðju verðlaun

SAMEINUÐU ARABÍSKU FURSTADÆMIN (UAE) (2020):

Fujairah International Piano Competition.

Flokkur B, 11-13 ára: Fyrstu  verðlaun
auk sérstakra verðlauna fyrir bestu túlkun á verki eftir rússneskt tónskáld.

SPÁNN (2021):

Franz Liszt Center Piano Competition.

Flokkur B, 14-17 ára: Önnur verðlaun.

KANADA (2021):

The Canada International Piano Competition Youth Festival

Aldur 14-17 ára: Gullverðlaun – Fyrstu verðlaun.

UNGVERJALAND (2021):

Danubia Talents 3rd “ Wiener Klassiker” International Online Music Competition

Flokkur B, 14-17 ára: Fyrstu verðlaun.

SINGAPÚR (2021):

Music Singapore International Piano and Violin Competition

Flokkur E, 14-17 ára: Fyrstu verðlaun.

ÚKRAÍNA  (2021):

14th Volodymyr Krainev Competition for Young Pianists

Flokkur: Debut III 13-15 ára: Grand Prix Verðlaun

auk sérstakra verðlauna fyrir bestan leik á verki frá rómantíska tímabilinu.

ÚKRAÍNA  (2021):

XX International Competition of Performing Arts “Chords of Khortitsa”

Category III, 14-16 ára: Grand Prix Verðlaun.

 

Núna stendur yfir afar virt og erfið keppni í Rússlandi sem heitir Vladimir Krainev Moscow International Piano Competition og er Ásta Dóra meðal þátttakenda. Það var mikill áfangi að verða valin í undanúrslit keppninar. Undanúrslitin eru núna í fullum gangi og má sjá framlag Ástu Dóru á YouTube rás keppninar:

Sjá: https://youtu.be/N4r-PtFmC3US

 

Framúrskarandi árangur í píanóleik!2021-04-16T14:49:13+00:00

Leaving Tracks – netráðstefna um tónlistarmenntun

MÍT tekur þátt í netráðstefnunni Leaving Tracks, um tónlistarmenntun í Norður Evrópu. Hægt er að fylgjast með ráðstefnunni hér, en hún hefst kl 14 þann 24.mars 2021.

Vakin er athygli á því að nemendur MÍT flytja verk eftir Atla Ingólfsson á ráðstefnunni, en flutningurinn hefst kl 15:50.

Dagskráin er svohljóðandi:

14:00-14:20 (CET)
The Aspects of Interplay on European Notation System, Music Education and Interpretation

Mariam Kharatyan, Associate Professor at the University of Agder, Kristiansand, Norway
 

14:20-14:40 (CET)
The System of Education of Children and Youth in Poland in the Context of Transculturality 

Magda Morus-Fijałkowska, Ph. D. in Musical Arts, Academy of Art in Szczecin

14:40-15:00 (CET) My Thoughts on Cultural Background and Learning Culture 

Kristinn Örn Kristinsson, Principal of The Allegro School of Music, Menntaskóli í Tónlist

15:00-15:20 (CET) Leaving Tracks: Co-Creation of Art Experiences in a Society for All 

Anne Randi Haugejorden, Ass Prof University of Agder, Principal flautist, Kristiansand Symphony Orchestra

15:20-15:30 (CET) Musical Forms of Supporting the Mental Health of Children During a Pandemic – Mindfulness With Music 

Natalia Kłysz-Sokalska, PhD, Academy of Music in Poznan

15:30-15:50 (CET) Music Education and Creativity, Icelandic Vision 

Áshildur Haraldsdóttir, Phd, Iceland Symphony Orchestra, Menntaskóli í Tónlist

15:50-16:10 (CET)  An Online Premiere of “Five Songs From The Play Alter Native” by Atli Ingólfsson (Iceland).  “One Has to Drink”, “A Thirsty King”, “Paradox poem”, “Who Am I Now?” “Postludio” 

Performed by students from Menntaskóli í Tónlist, Iceland

16:10-16:30 (CET) Making Sense of Difference: The Right to Life, Liberty and the Pursuit of Happiness 

Malcolm Pollock, Joint Chair European Flute Council, ex Chair British Flute Society

16:30-16:40 (CET) Chamber Ensembles: The Keys for Successful Work 

Maria Grominska, Mgr, PhD Candidate of Academy of Music in Poznań, Principal Flutist of the Kraków Philharmonic

16:40-17:00 (CET) A Rhetoric of Sustainability, Technology and Higher Music Education: Thoughts on the Why and How of E-Learning in Higher Musical Instrument Performance Training

Robin Rolfhamre, PhD, Professor of Music Education, University of Agder

17:00-17:20 (CET) The Music Schools in Iceland: Strength, Weaknesses, Opportunities and Challenges 

Elín Anna Ísaksdóttir, Program Director, The Iceland University of the Arts

17:20-17:40 (CET) Pros and Cons of Distance Learning: Implementing the Assumptions of éMile Jaques-Dalcroze’s Method During Eurhythmics Lessons With Students of First Level Music Schools Online 

Magister Klaudia Orłowska, Ignacy Jan Paderewski Academy of Music, Poznań, The Oskar Kolberg Music School, Szczecinek

17:40-17:45 (CET) Greetings to the Partners and Announcement of the Final Project Conference at Uia on April 26th 

Jørn Eivind Schau, Professor, Head of Master Programme in Music Performance, Institute of Classical Music and Music Education, Faculty of Fine Arts, University of Agder

17:45-18:30 (CET) Concert of Polish Artists: 

Magda Morus-Fijałkowska, Ewa Murawska, Kornelia Nowak, Ewelina Zawiślak, Wikto- ria Łukaszewska, Robert Kaźmierczak and Anna Maria Tabaczyńska flutes, Hubert Bogucki clarinet, Hanna Lizinkiewicz, Adam Dobrowolski and Katarzyna Grzywacz piano. Works by: Ewa Fabiańska-Jelińska (premiere performance), Tadeusz Szeligowski, Franz Schubert and others.

 

Forum managment:

Áshildur Haraldsdóttir, Reykjavik Music College (Menntaskóli í tónlist)
Peter Máté, Iceland University of the Arts (Listaháskóli Íslands)

Advertisement and technical realisation:

Sunna Sigurðardóttir, Sunna Rán Stefánsdóttir, Björgvin Þorgrímsson, Linda Björg Guðmundsdóttir(Listaháskóli Íslands)

Leaving Tracks – netráðstefna um tónlistarmenntun2021-03-23T13:57:22+00:00

MÍT heiðrar Beethoven – streymistónleikar 17.des!

MÍT heiðrar Beethoven

Á skírnardegi Beethoven fimmtudaginn 17. desember klukkan 20:00 býður Menntaskóli í tónlist til tónleika  sem streymt verður á þessari slóð: https://youtu.be/SLJOeIOf_sA

Nú í ár eru 250 ár frá fæðingu Beethoven og hafa nemendur og kennarar Menntaskóla í tónlist lagt sérstaka rækt við tónlist hans á þessu ári. Tónleikarnir eru afrakstur af því góða starfi en samspil og samvinna nemenda eru stór þáttur í skólastarfinu. Efnisskráin er fjölbreytt og áhugaverð, en á tónleikunum verða meðal annars leikin píanótríó, sönglög, blásaraoktett, fiðlusónata og píanósónötur eftir Ludwig van Beethoven. Í klassískri deild skólans er öflugt kammermúsíkstarf og nemendur skólans taka þátt í fjölbreyttum samspilshópum yfir námstímann, þar sem nemendur fá góða þjálfun í að vinna með öðrum og koma fram á tónleikum.

Skólinn stendur alla jafna fyrir 60-70 opinberum tónleikum á hverju skólaári víðsvegar um borgina en nú í ár hefur skólinn farið þá leið að streyma tónleikum.

MÍT heiðrar Beethoven – streymistónleikar 17.des!2020-12-16T09:51:42+00:00

Ráðning aðstoðarskólameistara klassískrar deildar

Tilkynning um ráðningu aðstoðarskólameistara klassískrar deildar MÍT

 

Stefanía Ólafsdóttir hefur verið ráðin aðstoðarskólameistari klassískrar deildar skólans í hálft starf frá 1. janúar 2021.

Stefanía starfaði sem áfangastjóri MÍT þangað til í september 2019 og var starfandi aðstoðarskólameistari veturinn 2018-2019. Hún starfaði jafnframt um árabil við Tónlistarskólann í Reykjavík og vann að stofnun MÍT og uppbyggingu námsins í kjölfarið. Stefanía er víóluleikari og tónlistarkennari að mennt og hefur yfirgripsmikla reynslu af skipulagi skólastarfs og skólaþróun.

Við bjóðum Stefaníu hjartanlega velkomna til starfa og hlökkum til að vinna áfram með henni að skólastarfinu og upbyggingu skólans.

Ráðning aðstoðarskólameistara klassískrar deildar2020-12-02T14:34:10+00:00

KAMMERTÓNLEIKAR KLASSÍSKRAR DEILDAR, 28.NÓVEMBER

Laugardaginn 28. nóvember klukkan 14:00 býður Menntaskóli í tónlist til tónleika sem streymt verður beint á þessari slóð: https://youtu.be/HxljgI_SvCA

Efnisskráin er fjölbreytt og áhugaverð, en á tónleikunum verða meðal annars leikin píanótríó eftir L.v. Beethoven, F. Mendelssohn og J. Brahms og píanókvintett eftir D. Schostakovich. Menntaskóli í tónlist stendur fyrir kammertónleikaröð á hverju starfsári, en samspil og samvinna nemenda eru stór þáttur í skólastarfinu. Skólinn stendur alla jafna fyrir 60-70 opinberum tónleikum á hverju skólaári víðsvegar um borgina en nú í ár hefur skólinn farið þá leið að streyma tónleikum.

 

Efnisskrá tónleika:

 

F. Kreisler                   Liebesleid 

úts. Fritz Emonts

G. M. Rodriguez        La Cumparsita 

úts. Juan María Solare                     

Anna Kristín Sturludóttir, píanó

Jakob Arnar Baldursson, píanó

 

L. v. Beethoven          Píanótríó í Es-dúr op. 1 nr. 1

I Allegro

Helga Sigríður Kolbeins, píanó

Elísabet Jóhannesdóttir, fiðla

Sigurður B. Gunnarsson, selló

 

J. Haydn                     Píanótríó í G-dúr Hob. XV: 25

I Andante

Tómas Helgi Harðarson, píanó

Styrmir Pálsson, fiðla

Helga Valborg Guðmundsdóttir, selló

 

L. v. Beethoven          Píanótríó í c-moll op. 1 nr. 3

I Allegro con brio

Helga Sigríður Kolbeins, píanó

Margrét Þóra Björgvinsdóttir, fiðla

Rut Sigurðardóttir, selló

 

Þjóðlag frá Álandseyjum       Hvem kan segla

 úts. Joseph Ognibene   

 J. Haydn                            Divertimento í B-dúr Hob. II: 46

I Allegro con Spirito

II Andante quasi Allegretto, „Corale St. Antoni“

III Menuetto

IV Rondo Allegretto

Fanney Comte, flauta

Andreas Guðmundsson Gaehwiller, óbó

Alvilda Eyvör Elmarsdóttir, klarinett

Þorgerður Þorkelsdóttir, horn

Guðrún Erlendsdóttir, fagott

 

F. Mendelssohn-Bartholdy   Píanótríó í d-moll op. 49 nr. 1

I Molto Allegro agitato

Magnús Stephensen, píanó

Emilía Árnadóttir, fiðla

Sigurður B. Gunnarsson, selló

 

J. Brahms                               Píanótríó í C-dúr op. 87

I Allegro

Baldvin Fannar Guðjónsson, píanó

Sara Karín Kristinsdóttir, fiðla

Sigurður B. Gunnarsson, selló

 

D. Shostakovich                    Píanókvintett í g-moll op. 57

I Prelude Lento

II Scherzo Allegretto

Ólína Ákadóttir, píanó

Margrét Lára Jónsdóttir, fiðla

Áróra Vera Jónsdóttir, fiðla

Hafrún Birna Björnsdóttir, víóla

Steinunn María Þormar, selló

KAMMERTÓNLEIKAR KLASSÍSKRAR DEILDAR, 28.NÓVEMBER2020-11-26T10:43:14+00:00

Myndbandakeppni nemendafélags MÍT!

Frábærlega skemmtilegri og vel heppnaðri myndbandakeppni nemendafélags MÍT lauk með verðlaunaafhendingu föstudaginn 13.nóvember!

Hér má sjá verðlaunaafhendinguna og sigurmyndböndin! 

Vinningshafar voru:

Besta rytmíska myndbandið: Magnús Þór Sveinsson

Besta frumsamda myndbandið: Anna Bergljót Böðvarsdóttir

Besta klassíska myndbandið: Matthildur Traustadóttir

Skemmtilegasta myndbandið: Katrín Lea Daðadóttir

Myndbandakeppni nemendafélags MÍT!2020-11-18T15:02:08+00:00

FRAMHALDSPRÓFSTÓNLEIKAR 18.OKTÓBER – STREYMI

Ólína Ákadóttir, píanó, heldur framhaldsprófstónleika sína í sal skólans í Rauðagerði, sunnudaginn 18.október, kl 14:00. Einungis boðsgestir verða viðstaddir, en streymt verður frá tónleikunum hér: https://youtu.be/4ALGNwczj_U

Meðflytjendur:

Margrét Lára Jónsdóttir (fiðla)

Áróra Vera Jónsdóttir (fiðla)

Hafrún Birna Björnsdóttir (víóla)

Steinunn María Þormar (selló)

Marta Ákadóttir (dans)

Ásthildur Ákadóttir (píanó)

 

Efnisskrá:

J.S. Bach – Ítalskur konsert í F-dúr, BWV 971, I Allegro

F. Chopin – Etýða, op. 10 nr. 5 í Ges-dúr

L.v. Beethoven – Píanósónata op. 53 nr. 21 í C-dúr „Waldstein“

      I Allegro con brio

     II Introduzione: Adagio molto

     III Rondo: Allegretto moderato – Prestissimo

– Hlé –

C. Debussy – Pour le piano, L. 95

     III. Toccata

D. Shostakovich – Píanókvintett op. 57

     I Prelude: Lento

Marta Ákadóttir – Dansverk við etýðu Chopins op. 10 nr. 5

G.H.M. Rodríguez (úts. eftir J. M. Solare) – La cumparsita, fyrir fjórar hendur

 

FRAMHALDSPRÓFSTÓNLEIKAR 18.OKTÓBER – STREYMI2020-10-16T11:42:30+00:00

TILKYNNING UM RÁÐNINGU SKÓLAMEISTARA MÍT

Freyja Gunnlaugsdóttir hefur verið ráðin skólameistari Menntaskóla í tónlist frá 1. janúar 2021.

Freyja lauk Magister prófi í klarínettuleik frá Hochschule fur Musik Hanns Eisler, Berlin og seinna Konzertexamen, æðstu prófgráðu sem veitt er frá þýskum tónlistarháskólum. Freyja hefur einnig lokið meistaraprófi í stjórnun og stefnumótun frá viðskiptafræðideild Háskóla Íslands og viðbótardiplóma í kennslufræði frá Menntavísindasviði Háskóla Íslands.

Freyja hefur gegnt stöðu aðstoðarskólameistara Menntaskóla í tónlist frá stofnun hans og starfi aðstoðarskólastjóra Tónlistarskólans í Reykjavík frá 2013. Hun hefur umfangsmikla reynslu af kennslu og skólaþróun á sviði tónlistarkennslu.

Freyja starfaði um árabil sem hljóðfæraleikari, lengst af í Berlín þar sem hún tók virkan þátt í fjölbreyttu og framsæknu tónlistarlífi borgarinnar. Hún hefur leikið með ýmsum hljómsveitum og kammerhópum, svo sem Berliner Symphoniker, Staatsorchester Frankfurt, Komische Oper (Berlin) og Theatro de la Opera (Madrid). Einnig lék hún á klarínettu við leikhúsin Deutsches Theater og Volksbühne í Berlín. Freyja hefur frumflutt fjöldann allan af einleiksverkum fyrir klarínettu og gefið út fimm geisladiska.

Hún hefur jafnframt gegnt fjölmörgum trúnaðar- og stjórnarstörfum fyrir hönd tónlistarmanna og var valin Bæjarlistamaður Seltjarnarness árið 2010.

Freyja var valin úr hópi níu umsækjenda um starfið og hafði Gunnhildur Arnardóttir hjá CeoHuxun umsjón með ráðningarferlinu.

Stjórn skólans býður Freyju innilega velkomna og óskar henni velfarnaðar í nýju starfi. Framundan eru margar áskoranir sem við hlökkum til að takast á við með Freyju við stjórnvölinn.

f.h. stjórnar MÍT

Anna Guðný Guðmundsdóttir, formaður

 

 

TILKYNNING UM RÁÐNINGU SKÓLAMEISTARA MÍT2020-09-18T13:17:37+00:00

Streymistónleikar útskriftar- og framhaldsprófsnema 2021

MÍT kynnir með gleði streymistónleika framhaldsprófs- og útskriftarnema skólans!

Óvenjulegir tímar kalla á óvenjulegar lausnir. Þar sem ekki er mögulegt að bjóða nema tiltölulega fáum boðsgestum í sal að hlusta á próftónleika nemenda MÍT þetta vor, bregður skólinn á það ráð að streyma öllum tónleikunum til þess að fleiri getið notið þeirra. Hér að neðan verður hægt að nálgast hlekki á alla tónleika vorsins!

Við vonum að sem allra flestir njóti!

Rytmísk deild:

Píanó Kári Egilsson Sun. 7. mars 19:30 Hátíðarsalur Stúdentspróf
Trompet Hannes Arason https://youtu.be/F3waFLo1e8A Föst. 16. apríl 20:00 Hátíðarsalur Burtfararpróf
Trommur Alexandra Norðkvist https://youtu.be/BXI8_S3Aruk Mið. 21. apríl 20:30 Hátíðarsalur Stúdentspróf
Píanó Magnús Þór Sveinsson https://youtu.be/WUgwgD3-PR8 Lau. 24. apríl 18:00 Hátíðarsalur Stúdentspróf
Söngur Salóme Sól Norðkvist https://youtu.be/8c2csEblTac Mán. 26. apríl 20:00 Hátíðarsalur Stúdentspróf
Píanó Þór Sverrisson https://youtu.be/est8vuo5RMA Fim. 29. apríl 20:00 Hátíðarsalur Burtfararpróf
Gítar Guðmundur Arnþór Hreinsson https://youtu.be/D1Q0E8vMOVA Lau. 1. maí 20:00 Hátíðarsalur Burtfararpróf
Söngur Guðrún Ýr Eyfjörð Jóhannesdóttir https://youtu.be/TSBB2uGUDdI Sun. 2. maí 18:00 Hátíðarsalur Burtfararpróf
Gítar Hallvarður Ásgeirsson https://youtu.be/Nzh76dV_qnc Þri. 4. maí 20:00 Hátíðarsalur Burtfararpróf
Saxófónn Ragnar Már Jónsson https://youtu.be/qvZNlR1xhco Mið. 5. maí 20:00 Hátíðarsalur Burtfararpróf
Trommur Jakob Grétar Sigurðsson https://youtu.be/Po6ca7wRSmQ Fim. 6. maí 20:00 Hátíðarsalur Framhaldspróf
Píanó Atli Valur Jóhannsson https://youtu.be/KrWjvFI7AXE Föst. 7. maí 20:00 Hátíðarsalur Burtfararpóf
Söngur Sturla Kaspersen https://youtu.be/8q0nozNxA_Q Lau. 8. maí 15:00 Hátíðarsalur Framhaldspróf
Söngur Brynhildur Oddsdóttir https://youtu.be/PFLmhe1rvKA Sun. 9. maí 17:00 Hátíðarsalur Framhaldspróf

Klassísk deild:

Söngur Steinunn María Þormar https://youtu.be/LdUxsLttql4 Þri. 20. apríl 19:30 Skipholt Burtfararpróf
Píanó Ólína Ákadóttir https://youtu.be/uswsyTD8uvc Sun. 25. apríl 12:00 Hátíðarsalur FÍH Burtfararpróf
Fagott Berglind Bjarnadóttir https://youtu.be/icGEwUmAzng Þri. 27. apríl 19:30 Skipholt Burtfararpróf
Slagverk Hávar Þorbjörnsson https://youtu.be/AMCtRy9oZls Mið. 28. apríl 19:30 Hátíðarsalur FÍH Framhaldspróf
Söngur Sigrún Helga Geirsdóttir https://youtu.be/RDlmLR52c9Q Fim. 29. apríl 19:30 Skipholt Stúdentspróf
Fagott Hafey Lilja Hreinsdóttir https://youtu.be/Rw2Pr8wmbdg Föst. 30. apríl 18:00 Skipholt Stúdentspróf
Píanó Tómas Helgi Harðarson https://youtu.be/v4MGgJzjIjI Sun. 2. maí 14:00 Skipholt Burtfararpróf
Píanó Baldvin Fannar Guðjónsson https://youtu.be/X1HvLLq6eHE Sun. 2. maí 16:00 Skipholt Framhaldspróf
Óbó Anna Luckas https://youtu.be/Hh2PuMjWHts Mán. 3. maí 19:30 Skipholt Stúdentspróf
Fagott Emilía Rán Benediktsdóttir https://youtu.be/jNmUTO_IA60 Þri. 4. maí 19:30 Skipholt Stúdentspróf
Píanó Agnes Guðún Magnúsdóttir https://youtu.be/UB6IcLaSbgQ Mið. 5. maí 19:30 Skipholt Framhaldspróf
Óbó Thelma Mulamuhic Alensdóttir https://youtu.be/WgoEGOu-EFE Frestast 19:30 Skipholt Stúdentspróf
Píanó Kári Egilsson https://youtu.be/IpSVNVIhRHI Föst. 7. maí 18:00 Skipholt Stúdentspróf
Gítar Stirnir Kjartansson https://youtu.be/IspkJ5mIIog Lau. 8. maí 14:00 Skipholt Framhaldspróf
Fiðla Nikodem Júlíus Frach https://youtu.be/KMONtcy_KNM Lau. 8. maí 16:00 Skipholt Framhaldspróf
Kontrabassi Ásthildur Helga Jónsdóttir https://youtu.be/b59kokjZBE8 Sun. 9. maí 12:00 Skipholt Framhaldspróf
Klarínetta Védís Helgadóttir https://youtu.be/1ErRBoG1s-0 Sun. 9. maí 14:00 Skipholt Framhaldspróf
Túba Jóhanna Laufey Kristmundsdóttir https://youtu.be/Y779zhMCJ3E Sun. 9. maí 16:00 Skipholt Stúdentspróf
Selló Steinunn María Þormar https://youtu.be/vv-qUCaiASg Mán. 10. maí 18:00 Skipholt Burtfararpróf
Víóla Hafrún Birna Björnsdóttir https://youtu.be/AMNlz0DdzNE Mán 10. maí 20:00 Skipholt Burtfararpróf
Horn Þórunn Eir Pétursdóttir https://youtu.be/RAAh9iIc204 Þri. 11. maí 20:00 Skipholt Burtfararpróf
Streymistónleikar útskriftar- og framhaldsprófsnema 20212021-05-05T14:08:11+00:00

LAGASMÍÐAKEPPNI MÍT OG FÍH – 7.MARS

Lagasmíðakeppni MÍT og FÍH fer fram 7.mars kl 15:00 í Hátíðarsal FÍH í Rauðagerði 27.

Skráning fer fram frá 1.-29.febrúar. Senda þarf upptöku af lagi og nafn höfundar á nemendafelagmit@gmail.com !

LAGASMÍÐAKEPPNI MÍT OG FÍH – 7.MARS2020-02-18T11:17:30+00:00

Næstu viðburðir:

Engir viðburðir til að birta

Go to Top