Hæfniþrep: 1

Einingafjöldi: 3

Viðfangsefni: Verkefnastjórnun í tónlistariðnaði

Lýsing: Í áfanganum kynnast nemendur undirstöðuatriðum verkefnastjórnunar með áherslu á verkefni sem tónlistarmenn standa oft frammi fyrir, svo sem skipulagningu á tónleikum og tónleikaferðalögum, upptökum, útgáfu og markaðssetningu hljómplatna. Auk hefðbundinna kennslustunda koma ýmsir gestafyrirlesarar með reynslu af stjórnun tónlistarverkefna í heimsókn.

Forkröfur: Engar.

Þekkingarviðmið:

Nemandi skal hafa öðlast þekkingu og skilning á:

  • Undistöðuatriðum verkefnastjórnunar, þar með talið undirbúningi, skilgreiningu verkefnis, tímaafmörkun og gerð kostnaðaráætlana
  • Fjölbreyttum verkfærum sem koma að gagni í verkefnastjórnun
  • Mismunandi hlutverkum og ábyrgð í verkefnum
  • Fjármögnun verkefna


Leikniviðmið:

Nemandi skal hafa öðlast leikni í að:

  • Skilgreina verkefni og setja upp verkefnaáætlun
  • Útbúa fjárhagsáætlanir fyrir afmörkuð verkefni


Hæfniviðmið:

Nemandi skal geta hagnýtt þá almennu þekkingu og leikni sem hann hefur aflað sér til að:

  • Undirbúa og stjórna verkefnum
  • Geta skilgreint og kynnt verkefni sín fyrir öðrum á hnitmiðaðan og skilmerkilegan hátt


Námsmat: Einkunn er byggð á ástundun og verkefnaskilum.

Til baka í áfangayfirlit.