Hæfniþrep: 2

Einingafjöldi: 4

Viðfangsefni: Vestræn tónlistarsaga frá 1600 til um 1820

Lýsing: Farið verður yfir helstu strauma og stefnur í vestrænni tónlistarsögu frá 1600 og til um 1820, þ.e. þau tímabil sem kennd eru við Barokk og Klassík. Lögð er áhersla á hlustun og greiningu í áfanganum. Einnig er miðað að því að nemendur öðlist yfirsýn yfir tímabilið og þekkingu á helstu stíltegundum í barokk- og klassískri tónlist.

Forkröfur: Engar

Þekkingarviðmið:

Nemandi skal hafa öðlast þekkingu og skilning á:

  • Grundvallaratriðum í þróun vestrænnar tónlistar á tímabilinu.
  • Mikilvægi góðrar þekkingar á tónlistarsögu fyrir tónlistarmenn.
  • Fagurfræðilegum bakgrunni tónlistar á tímabilinu.
  • Tengingu atburða í mannkynssögunni við þróun tónlistar.
  • Tengingu milli ólíkra listgreina á barokk- og klassíska tímabilinu.


Leikniviðmið:

Nemandi skal hafa öðlast leikni í að:

  • Fjalla um tónlist frá tímabilinu af þekkingu og innsæi.
  • Svara á gagnrýnan og upplýstan hátt spurningum um tónlistarsöguleg málefni.
  • Þekkja höfundareinkenni helstu tónskála á tímabilinu.
  • Geta greint helstu strauma og stefnur í evrópskri tónlist á tímabilinu.
  • Fjalla um klassíska og barokktónlist á gagnrýnan hátt í heimildaritgerð.


Hæfniviðmið:
  • Þekkja helstu höfunda og verk sem móta tímabilið.
  • Bera kennsl á helstu einkenni klassískrar og barokktónlistar.
  • Geta fjallað um sögulegt samhengi tónlistar.
  • Hafa yfirsýn yfir stíl og hæfni til að fjalla um helstu formgerðir verka á tímabilinu.


Námsmat: Námsmat byggir á lokaprófi auk verkefna sem dreifast yfir önnina. Nánari upplýsingar um uppbyggingu námsmatsins má finna í kennsluáætlun frá kennara sem nemendur fá afhenta í upphafi áfangans.

Til baka í áfangayfirlit.