Hæfniþrep: 1

Einingafjöldi: 5

Viðfangsefni: Læsi, greining, menningarsaga.

Lýsing: Í áfanganum er farið í helstu tónfræðileg þekkingaratriði sem skilgreind eru innan grunnprófs tónfræðigreina skv. aðalnámskrá tónlistarskóla. Efnisatriði áfangans eru m.a. helstu grunnatriði tónfræðilegra þekkingaratriða, líkt og ritreglur tónlistar, leiðbeinandi orð og merki, takttegundir, tóntegundir, tónbil og hljómar. Jafnframt er lögð rík áhersla á að þjálfa nemendur í hlustun og að byggja upp tónminni og hæfni þeirra í að geta greint og ritað niður eftir heyrn einfaldar hrynmyndir, laglínur, tónbil og tóntegundir.<br /> Í áfanganum er jafnframt unnið að því að nemendur þekki og skilji ólík efnisatriði tónlistar, svo sem ólíkar tónlistarstefnur, stíla, form, tónblæi, tónstyrk, hraða, tónvefi, tónlengdir, tónhæðir og hljóma. Enn fremur er námið sett í sögulegt samhengi og tengt tónlist samfélagsins hverju sinni.<br /> Áfanganum lýkur með lokaprófi sem jafngildir grunnprófi tónfræðigreina, skv. aðalnámskrá tónlistarskóla.

Forkröfur: Engar.

Þekkingarviðmið:

Nemandi skal hafa öðlast þekkingu og skilning á:

  • Helstu grunnundirstöðum almennrar nótnaritunar; ritreglum, orðum og táknum.
  • Helstu takttegundum, lengdargildum og hrynmyndum.
  • Helstu tóntegundum (dúr og moll – upp í 4 formerki).
  • Einkennum tónlistar frá ólíkum tónlistartímabilum allt frá miðöldum til 20. aldar.
  • Helstu hljóðfærum samtímans og samsetningu sinfóníuhljómsveita og annara hljóðfærahópagerða.


Leikniviðmið:

Nemandi skal hafa öðlast leikni í að:

  • Nálgast tónlist út frá ólíkum efnisþáttum hennar.
  • Greina blæbrigðamun ólíkra tónlistartímabila.
  • Greina tóntegundir, hljóðfæri og helstu hljóðfærasamsetningar.


Hæfniviðmið:

Nemandi skal geta hagnýtt þá almennu þekkingu og leikni sem hann hefur aflað sér til að:

  • Greina laglínur, hryn og tónbil eftir heyrn.
  • Skrásetja og tjá tónlistarlegar hugmyndir með nótum.
  • Greina eftir heyrn ólík tónlistartímabil, tóntegundir og hljóma.


Námsmat: Allt námsmat er miðað út frá sérstöku lokaprófi, sem og mætingu og virkni í tímum.

Til baka í áfangayfirlit.