Hæfniþrep: 1 (1.1 og 1.2), 2 (2.1, 2.2) og 3 (3.1 og 3.2)

Einingafjöldi: 2

Viðfangsefni: Hóptími, söngur á sviði klassískrar tónlistar í masterklassaformi.

Lýsing: Hóptímar í söng í masterklassaformi. Einstaklingsmiðað nám þar sem verkefni eru valin eftir getu og þörfum hvers nemanda.

Forkröfur: Grunnpróf í söng.

Þekkingarviðmið:

Nemandi skal hafa öðlast þekkingu og skilning á:

  • Ólíkum tónlistarstílum
  • Helstu tónbókmenntum skrifuðum fyrir söng.
  • Sögulegu samhengi verkanna sem unnin eru í áfanganum.


Leikniviðmið:

Nemandi skal hafa öðlast leikni í að:

  • Vinna með píanóleikara í samleik og samvinnu.
  • Fullvinna söngverk í samstarfi við hljóðfæraleikara.
  • Túlka söngverk með leikrænni tjáningu eftir því sem verkið býður upp á.
  • Skilja texta og flytja söngverk á helstu tungumálum söngbókmenntanna.


Hæfniviðmið:

Nemandi skal geta hagnýtt þá almennu þekkingu og leikni sem hann hefur aflað sér til að:

  • Flytja söngverk sem tilheyra hverju námsstigi á sannfærandi hátt á tónleikum.
  • Túlka söngverk í ólíkum stílum á sjálfstæðan og skapandi hátt.
  • Fullvinna og flytja söngverk á tónleikum.


Námsmat: Nemendur fá iðnieinkunn frá kennara í lok áfangans.

Til baka í áfangayfirlit.