Menntaskóli í Tónlist býður upp á Stuðmannaveislu í hátíðarsal FÍH þann 12. og 13. mars næstkomandi kl. 20:00!
Á sýningunni munu söngnemendur rytmískrar söngdeildar MÍT flytja ástsælustu lög Stuðmanna ásamt átta manna hljómsveit. Hægt verður að mæta í sal en einnig verða tónleikarnir teknir upp og verða aðgengilegir síðar.
Aðgangur á sýninguna er ókeypis og allir hjartanlega velkomnir.
Nemendur í verkefnastjórnun við MÍT sjá um kynningu á sýningunni og eru þeir eru þeir í samstarfi við nemendur á 2. ári í grafískri hönnun í Borgarholtsskóla. Nemendur Borgarholtsskóla hönnuðu plakat fyrir sýninguna sem ber heitið Allt fyrir frægðina,en viðurkenningar voru veittar fyrir þrjár bestu tillögurnar og voru sigurvegararnir eftirfarandi:
- sæti Árni Björn Þórisson
- sæti Regína Lind Magnúsdóttir
- sæti Andri Haukur Vilhelmsson
MÍT þakkar Borgarholtsskóla fyrir frábært samstarf og óskar sigurvegurum til hamingju!