Verið hjartanlega velkomin á jólatónleika MÍT í Dómkirkjunni fimmtudaginn 16. des. kl. 19:30. Á tónleikunum munu nemendur úr klassískri deild skólans flytja fallega einleiks- og kammertónlist og verður hátíðlegur jólablær yfir dagskránni.
Vegna samkomutakmarkana munu aðeins boðsgestir geta hlustað á staðnum en hægt verður að hlusta á tónleikana í beinu streymi hér og einnig verður hægt að hlusta á tónleikana eftirá á þessum hlekk: https://youtu.be/WWTMfzwHv5s