Ásta Dóra Finnsdóttir (14 ára) er píanónemandi í MÍT sem stundar nám hjá Peter Máté, en einnig hjá Marinu Pliassova í Barratt Due í Osló.

Þrátt fyrir takmarkanir á ferðalögum hefur Ásta Dóra verið dugleg síðast liðið ár við að taka þátt í píanókeppnum víða um heim í gegnum netið með eftirtektarverðum árangri. Hún hefur tekið þátt í og unnið til verðlauna í neðangreindum keppnum. Við óskum Ástu Dóru til hamingju með framúrskarandi árangur og samgleðjumst innilega!

 

 

FRAKKLAND (2020):

La Note Céleste International Piano Competition

Flokkur C, Young talents: Fyrstu verðlaun

RÚSSLAND (2020):

International Moscow Music Competition

Flokkur A Píanó: Fyrstu verðlaun

SVISS (2020):

International “W.A.Mozart” Piano Competition Lugano

Junior Category: Þriðju verðlaun

PÓLLAND (2020):

V Krystian Tkaczewski International Piano Competition Busko-Zdrój

Piano Talents, allt að 13 ára: Þriðju verðlaun

SAMEINUÐU ARABÍSKU FURSTADÆMIN (UAE) (2020):

Fujairah International Piano Competition.

Flokkur B, 11-13 ára: Fyrstu  verðlaun
auk sérstakra verðlauna fyrir bestu túlkun á verki eftir rússneskt tónskáld.

SPÁNN (2021):

Franz Liszt Center Piano Competition.

Flokkur B, 14-17 ára: Önnur verðlaun.

KANADA (2021):

The Canada International Piano Competition Youth Festival

Aldur 14-17 ára: Gullverðlaun – Fyrstu verðlaun.

UNGVERJALAND (2021):

Danubia Talents 3rd “ Wiener Klassiker” International Online Music Competition

Flokkur B, 14-17 ára: Fyrstu verðlaun.

SINGAPÚR (2021):

Music Singapore International Piano and Violin Competition

Flokkur E, 14-17 ára: Fyrstu verðlaun.

ÚKRAÍNA  (2021):

14th Volodymyr Krainev Competition for Young Pianists

Flokkur: Debut III 13-15 ára: Grand Prix Verðlaun

auk sérstakra verðlauna fyrir bestan leik á verki frá rómantíska tímabilinu.

ÚKRAÍNA  (2021):

XX International Competition of Performing Arts “Chords of Khortitsa”

Category III, 14-16 ára: Grand Prix Verðlaun.

 

Núna stendur yfir afar virt og erfið keppni í Rússlandi sem heitir Vladimir Krainev Moscow International Piano Competition og er Ásta Dóra meðal þátttakenda. Það var mikill áfangi að verða valin í undanúrslit keppninar. Undanúrslitin eru núna í fullum gangi og má sjá framlag Ástu Dóru á YouTube rás keppninar:

Sjá: https://youtu.be/N4r-PtFmC3US