Tilkynning um ráðningu aðstoðarskólameistara klassískrar deildar MÍT

 

Stefanía Ólafsdóttir hefur verið ráðin aðstoðarskólameistari klassískrar deildar skólans í hálft starf frá 1. janúar 2021.

Stefanía starfaði sem áfangastjóri MÍT þangað til í september 2019 og var starfandi aðstoðarskólameistari veturinn 2018-2019. Hún starfaði jafnframt um árabil við Tónlistarskólann í Reykjavík og vann að stofnun MÍT og uppbyggingu námsins í kjölfarið. Stefanía er víóluleikari og tónlistarkennari að mennt og hefur yfirgripsmikla reynslu af skipulagi skólastarfs og skólaþróun.

Við bjóðum Stefaníu hjartanlega velkomna til starfa og hlökkum til að vinna áfram með henni að skólastarfinu og upbyggingu skólans.