Boðað er til fundar um stofnun Foreldrafélags Menntaskóla í tónlist (MÍT). Fundurinn fer fram í sal skólans í Skipholti 33, mánudaginn 30. september kl 19:30. Stjórnendur skólans eru sannfærðir um að öflugt foreldrafélag myndi styðja nemendur og starfsemi skólans á margvíslegan hátt. Ennfremur gerir aðalnámskrá framhaldsskóla ráð fyrir að í öllum framhaldsskólum sé starfandi foreldrafélag. Eftir stutta kynningu frá stjórnendum skólans verður fundurinn lagður í hendur foreldra og vonandi verður kjörin fyrsta stjórn nýs og öflugs foreldrafélags MÍT.