MÍT heldur söngsýningu undir yfirskriftinni „Sú ást er heit“ til heiðurs söngvaskáldinu Magnúsi Þór Sigmundssyni í hátíðarsal F.Í.H., Rauðagerði 27, laugardag og sunnudag 24. og 25. nóvember kl. 15 báða dagana. Fram koma 12 söngvarar og 11 manna hljómsveit undir stjórn Agnars Más Magnússonar. Flutt verður fjölbreytt úrval tónlistar frá ferli Magnúsar. Aðgangseyrir er kr 2000 og miðar fást við innganginn.