Þórhildur stundaði nám við Tónlistarskólann í Reykjavík og lauk þaðan kennaraprófi vorið 1986 og einleikaraprófi ári síðar. Kennarar hennar við skólann voru Hermína Kristjánsson, Jónas Ingimundarson og Margrét Eiríksdóttir. Að loknu námi hér heima hélt Þórhildur til Hollands þar sem hún lærði hjá Willem Brons við Sweelinck tónlistarháskólann í Amsterdam og lauk þaðan diplomaprófi vorið 1993. Þórhildur hefur einnig sótt píanónámskeið í Sviss og Finnlandi m. a. hjá Tuiju Hakkila og komið fram við ýmis tækifæri.
Þórhildur starfar nú sem kennari við Tónlistarskólann í Reykjavík og Tónlistarskóla Hafnarfjarðar.
Símanúmer: 899 4748
Til baka í kennarayfirlit