Sinfóníuhljómsveit Menntaskóla í tónlist mun koma fram á tónleikum í Neskirkju, laugardaginn 12. nóvember kl. 14:00. Með hljómsveitinni koma fram tveir bráðefnilegir nemendur MÍT sem hlutu sigur úr býtum í einleikarakeppni skólans síðastliðið vor, þær Lilja Hákonardóttir flautuleikari sem flytur Concertino fyrir flautu Op. 107 eftir C. Chaminade og Matthildur Traustadóttir fiðluleikari sem flytur Poème Op. 25 eftir Chausson. Stjórnandi er Jósef Ognibene. Auk þess flytja kammerhópar nemenda úr skólanum kafla úr píanótríói eftir B. Smetana og blásararkvintett eftir C. Nilesen.
Aðgangur á tónleikana er ópkeypis og öll eru hjartanlega velkomin.