Þóra Kristín Gunnarsdóttir píanóleikari hóf tónlistarnám sitt á Akureyri hjá Dýrleifu Bjarnadóttur og lærði síðar hjá Peter Máté við Tónlistarskólann í Reykjavík. Hún lauk meistaragráðu í píanókennslu og píanóleik frá tónlistarháskólanum í Luzern árið 2017. Árið 2020 lauk hún annarri meistaragráðu í samspili og meðleik frá listaháskólanum í Zürich hjá Friedemann Rieger. Hún sótti þar einnig tíma í ljóðameðleik m.a.hjá Christoph Berner. Hún hefur sótt masterklassnámskeið hjá m.a.
Thomas Hampson, Simon Lepper, Josef Breinl og Ewa Kupiec. Þóra kemur oftast fram sem meðleikari eða í kammerhópum en á árinu 2021 lék hún einleik með ZHdK Strings á tónleikum í Sviss og í Hörpu. Hún hefur komið fram í ýmsum tónleikaröðum og hátíðum á Íslandi og í Sviss, m.a.
í Klassík í Vatnsmýrinni, Velkomin heim í Hörpu, á tónlistarhátíðinni Chesa Planta Musiktage og á tónleikum hjá Liedrezital Zürich. Síðustu ár hefur hún verið meðleikari á sumarnámskeiðum fyrir söngvara hjá Peter Brechbühler í Frakklandi. Þóra hefur unnið við ýmsa tónlistarskóla í Sviss en starfar nú sem píanókennari í Hafnarfirði og meðleikari við Menntaskóla í tónlist.
Netfang: thkgunn@gmail.comSímanúmer: 662 5254
Til baka í kennarayfirlit