Á morgun, föstudaginn 25. mars kl. 14:30-17:00 mun Sinfóníuhljómsveit Íslands bjóða strengjanemendum MÍT á fiðlumasterklassa með fiðluleikaranum Simon Papanas en hann er staddur hér á landi til að leika einleik með SÍ fim. 24. mars. Masterklassinn fer fram í sal MÍT í Skipholti.
Simon Papanas þykir frábær í miðlun og kennslu tónlistar og við erum afar þakklát SÍ fyrir þetta góða boð og vonum að sem flestir fiðlunemendur muni geta notið góðs af.
Fjórir nemendur MÍT munu spila á masterklassanum, þar af þrír sem sem munu spila fyrsta kaflann úr Fiðlukonsert nr. 5 eftir Mozart en það er einmitt verkið sem Papanas spilar með Sinfóníuhljómsveit Íslands í kvöld. Það mun því gefast einstakt tækifæri til að fara á dýptina á þessu verki og ætti að vera mjög dýrmætt fyrir alla fiðlunemendur að hlusta á masterklassann en konsertinn er eitt helsta prufuspilsverkefni fiðluleikara um allan heim.
Svona lítur dagskráin út föstudaginn 25. mars:
14:30 Matthildur Traustadóttir
J.S. Bach: Sónata nr. 1 í g-moll, Adagio og byrjun úr Fúgu
15:10 Helga Diljá Jörundsdóttir
W. A. Mozart: Fiðlukonsert nr. 5 í A-dúr, 1. Allegro aperto
15:50 Sara Karín Kristinsdóttir
W. A. Mozart: Fiðlukonsert nr. 5, 1. Allegro aperto
16:30 Austin Ching Yu Ng
Mozart: Fiðlukonsert nr. 5, 1. Allegro aperto
Aðgangur er ókeypis og allir velkomnir.