Fimmtudaginn 30. Janúar 2020 kl. 19:00 í sal Menntaskólans í tónlist, Skipholti 33
Elfa Rún hlaut fyrstu verðlaun í Johann Sebastian Bach tónlistarkeppninni í Leipzig árið 2006. Hún hefur tvisvar hlotið Íslensku tónlistarverðlaunin, hún var kosin “bjartasta vonin” árið 2006 og einleiksdiskur hennar með Fantasíum Telemanns var valinn diskur ársins 2014.
Elfa Rún var meðlimur og konsertmeistari Solistenensemble Kaleidoskop í Berlín á árunum 2006-2014 og hún leikur reglulega með Akademie für Alte Musik Berlin þar sem hún kemur einnig oft fram sem einleikari eða konsertmeistari. Elfa Rún er listrænn stjórnandi og einn stofnmeðlima Barokkbandsins Brákar sem hélt sína fyrstu tónleika á Íslandi 2015, og hefur hlotið mikið lof gagnrýnanda síðan.
Efnisskrá:
Helga Diljá Jörundsdóttir – J. S. Bach, Partíta no. 2 í d-moll, Allemanda
Sara Blichfeldt – J. S. Bach, Partíta no. 2 í d-moll, Courante
Hafrún Birna Björnsdóttir – J. S. Bach, Sónata no. 2 í a-moll, Allegro
Bjargey Birgisdóttir –N. Paganini, Caprice no. 16