Sinfóníuhljómsveit Menntaskóla í tónlist heldur tónleika í Neskirkju laugardaginn 20. október kl 17:00. Flutt verða Fiðlukonsert í A-dúr eftir W.A. Mozart og Sinfónía nr. 8 eftir A. Dvořák. Stjórnandi er Sigurgeir Agnarsson og einleikari Ragnheiður Ingunn Jóhannsdóttir.
Aðgangur að tónleikum er ókeypis og allir velkomnir!