Eftir að hafa lært á óbó hjá Peter Tompkins og Kristjáni Stephensen frá 12 ára aldri lauk Matthías einleikaraprófi frá Tónlistarskólanum í Reykjavík árið 2003. Í kjölfarið stundaði Matthías framhaldsnám í París. Þar hlaut hann „Premier Prix" frá Conservatoire National de Région de Paris- CNR. Kennari hans þar var Jean-Claude Jaboulay óbóleikari í Orchestre de Paris. Á námsárum sínum sótti Matthías ýmis sumarnámskeið og lék með fjölda hljómsveita eins og Orkester Norden á norðurlöndunum.
Matthías hóf störf hjá Sinfóníuhljómsveit Íslands árið 2006 og að auki hefur hann leikið reglulega með ýmsum tónlistarhópum í Reykjavík. Má þar nefna Kammersveit Reykjavíkur, Íslensku óperuna, hljómsveit Þjóðleikhússins og ýmsa fleiri hópa.
Matthías hefur komið fram sem einleikari með Kammersveit Reykjavíkur og Sinfóníuhljómsveit Íslands og janúar 2012 frumflutti hann nýjan óbókonsert eftir Karólínu Eiríksdóttur með Kammersveit Reykjavíkur.
Matthías hefur kennt við Tónlistarskólann í Reykjavík í nokkur ár.
Símanúmer: 534 4638 / 822 6638
Til baka í kennarayfirlit