Skólaárið 2017-2018 var raftónlist kennd í fyrsta skipti við Menntaskóla í tónlist. Miðvikudagskvöldið 16. maí var kynning á afrakstrinum þar sem nokkrir raftónlistarnemendur úr MÍT og FÍH auk kennararans, Mikael Lind, stikluðu á stóru og kynntu vinnu vetrarins. Nokkur hljóðbrot úr verkefnum nemenda voru leikin, boðið var upp á lifandi raftónlistarspuna og nokkrir nemendur í áfanganum fluttu lög. Ánægjuleg viðbót við blómlegt skólastarf MÍT.